Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Ólafsson

(1497–1580)

Prestur.

Faðir: Ólafur í Hvammi í Kjós Þorbjarnarson prests, Ingimundarsonar (Bps. bmf. IT). Varð fyrst ráðsmannsdjákn í Skálholti 1513–16. Síðar varð hann prestur í Seltjarnarnesþingum og bjó í Nesi við Seltjörn og 9 ár í Laugarnesi, fekk þá Garða á Álptanesi (um 1531–2) og hélt í 21 ár, hafði þá og umboð Skálholtsstaðarjarða um Suðurnes, en hefir fengið Hrepphóla um 1552, var samt samtímis ráðsmaður í Skálholti 1557–60, mun hafa sleppt Hrepphólum 1571, má vera búið síðan í Efstadal um tíma, en verið síðast hjá syni sínum á Snorrastöðum, og þar kemur hann síðast við skjal 9. dec. 1579.

Sonur hans (með Guðrúnu Sigurðardóttur lögréttumanns að Borg í Grímsnesi, Egilssonar): Egill á Snorrastöðum í Laugardal, og er af honum mikill ættbálkur (Dipl. Isl.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.