Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Ásmundsson

(20. júní 1828–19. okt. 1893)

Umboðsmaður.

Foreldrar:: Ásmundur Gíslason að Þverá í Dalsmynni og f.k. hans Guðrún Björnsdóttir að Lundi, Jónssonar. Nam gullsmíðar 1843– 7, var í Kh. 1847–8, stundaði kennslu o. fl. í Austfjörðum 1849–53. Bjó að Þverá í Dalsmynni 1853–S5, í Nesi í Höfðahverfi 1855–93.

Varð umboðsmaður Möðruvallaklausturs 28. júlí 1882. Þm. Eyf. 1875–85, S.-Þing. 1893. Þókti fyrir öðrum bændum, var vel að sér, las ýmsar tungur, kenndi jafnvel stýrimannafræði, gerði jarðabætur miklar og kom upp æðarvarpi góðu í Nesi frá stofni.

Var í stjórn Gránufélags o. fl. fyrirtækja nyrðra. Dbrm. Ritstörf: Leiðarvísir um einkenni á mjólkurkúm, Ak. 1859 (þýðing); Um framfarir Íslands (verðlaunarit), Kh. 1871. Ýmsar greinir (flestar nafnlausar) eru eftir hann í Norðra og Norðanfara, stofnaði blaðið Fróða (1879–80) með Birni prentara Jónssyni, systursyni sínum, hafði umsjá með því í fyrstu og er talinn hafa samið flest, er þá stóð í því.

Kona 1 (12. júlí 1853): Margrét (d.19.dec.1864) Guttormsdóttir prests í Vallanesi, Pálssonar. Synir þeirra: Gunnar kaupm. í Rv., Guttormur að Ósi í Hörgárdal.

Kona 2 (1868): Elísabet Sigurðardóttir í Möðrudal, Jónssonar; þau bl. (Andvari, 37. árg.; Minningarrit stýrimsk., Rv. 1945: Samvinnan, 23. árg.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.