Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Árnason

(27. nóv. 1875 – 14. nóv. 1947)

. Bóndi, alþm.

Foreldrar: Árni (d. 10. mars 1900, 69 ára) Guðmundsson á Hömrum við Akureyri og síðar á Naustum og Eyrarlandi og kona hans Petrea Sigríður (d. 30. júlí 1919, 81 árs) Jónsdóttir á Ytra-Laugalandi, Halldórssonar, Gagnfræðingur á Möðruvöllum 1893; stundaði barnakennslu næstu 6 ár. Bóndi á Eyrarlandi frá 1901 til æviloka.

Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sveit sinni; sýslunefndarmaður um skeið; í fasteignamatsnefnd Eyjafjarðarsýslu 1916; í stjórn kaupfélags Eyfirðinga frá 1906 og formaður þess frá 1917 til æviloka. Forseti landsbankanefndar frá 1937. Fjármálaráðherra 7. mars 1929– 14. apríl 1931. Þm. Eyf. 1916–42; forseti sameinaðs þings 1932; forseti efri deildar 1933–42.Í stjórn Sambands ísl. samvinnufélaga; formaður þess frá 1936 til æviloka. Str. af fálk, Kona (4. maí 1901): Margrét (f. 21. dec. 1879) Eiríksdóttir á Hallanda á Svalbarðsströnd, Ólafssonar, Börn þeirra: Aðalsteinn verzlm. á Akureyri, Sigríður átti Sigurgeir Sigfússon á Eyrarlandi, Ingibjörg átti Jóhann Benediktsson sst., Laufey átti Valdimar Sigurðsson á Akureyri, Hulda (Alþingism.tal; Br7.; o.fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.