Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Árnason

(12. apr. 1858–ð. júlí 1922)

Bóndi. Foreldrar; Árni Einarsson að Kirkjulæk og kona hans Þórunn Ólafsdóttir í Múlakoti, Ólafssonar.

Varð ráðsmaður á hálflendunni Miðey í Landeyjum 1887 og tók þar við búi 1888, tók síðan við allri jörðunni og bjó þar til æviloka. Búhöldur mikill og framkvæmdasamur, enda fekk hann verðlaun bæði úr styrktarsjóði Kristjáns níunda og ræktunarsjóði. Aðalforgöngumaður því nær allra nytsemdarframkvæmda í byggðarlagi sínu, enda gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.

Kona 1: Sesselja Hreinsdóttir (Guðlaugssonar). ekkja í Miðey. Dóttir þeirra: Þórunn átti Oddgeir Ólafsson í Eyvindarholti.

Kona 2: Helga Ísleifsdóttir á Kanastöðum, Magnússonar.

Börn þeirra: Sigríður Sesselja, óg. í Vestmannaeyjum, Ísleifur verzlunarmaður á Hvolsvelli, Árni stöðvarstjóri á Hvolsvelli, Ágúst kaupmaður í Danmörku, Halldór rafmagnseftirlitsmaður í Rv., Magnús (d. 1931) loftskeytamaður (Óðinn XIV.; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.