Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Vigfússon

(4. jan. 1852–30. apr. 1929)

Prestur.

Foreldrar: Vigfús Guttormsson á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal og kona hans Margrét Þorkelsdóttir prests að Stafafelli, Árnasonar. F. á Arnheiðarstöðum. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1869, stúdent 1874, með 2. einkunn (71 st.), próf úr prestaskóla 1877, með 3. einkunn (19 st.).

Fekk Hofsþing 20. ágúst 1880, vígðist 22. s.m., Fjallaþing 3. sept. 1883, Desjarmýri 8. maí 1885. Sýslunefndarm. 1887–99.

Fór til Vesturheims 1902.

Stundaði prestsþjónustu þar í Vatnabyggðum.

Kona (16. okt. 1880): Björg (f. 15. mars 1852, d. 23. ág. 1905) Jónsdóttir að Hlíðarhúsum í Rv., Sigfússonar.

Börn þeirra eru í Vesturheimi (Margrét, Sigríður og Svava fóru með honum til Vesturheims).

Laundóttir hans fyrir hjónaband (1877) (með Guðríði Helgadóttur) Magnea átti A. Rasmussen (HÞ.; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.