Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Vernharðsson

(25. apr. 1817–16. okt. 1900)

Foreldrar: Síra Vernharður Þorkelsson í Reykholti og f.k. hans Ragnheiður Einarsdóttir í Svefneyjum, Sveinbjarnarsonar. F. á Stað í Hrútafirði. Lærði fyrst (2 vetur) hjá Þorsteini Pálssyni (síðar presti að Hálsi í Fnjóskadal, þá (1 vetur) hjá síra Sveini Níelssyni, síðan (1 vetur) hjá Hallgrími Jónssyni í Reykjahlíð, síðar presti að Hólmum. Tekinn í Bessastaðaskóla 1836, stúdent þaðan 1842 (63 st.). Vígðist 9. okt. 1842 aðstoðarprestur föður síns. Fekk Sanda 10. mars 1846, Stað í Grunnavík 1852, fluttist þangað 1853, fekk Stað í Súgandafirði 1. sept. 1876, en var leyft að vera kyrr. Lét af prestskap 17. maí 1883, með eftirlaunum, andaðist í Sútarabúðum.

Kona (23. júní 1843): Kristín (f. 20. jan. 1820, d. 1883) Guðmundsdóttir prests á Staðastað, Jónssonar; þau bl., en ólu upp nokkur fósturbörn (Vitæ ord. 1842; SGrBt.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.