Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Einar Tómasson
(30. apríl 1773 [1772, Vita] –19. janúar 1801)
Prestur.
Foreldrar: Síra Tómas Skúlason síðast á Grenjaðarstöðum og f.k. hans Álfheiður Einarsdóttir. F. í Saurbæ í Eyjafirði. Lærði 2 vetur undir skóla hjá síra Jóni Jónssyni að Möðrufelli, tekinn í Hólaskóla 1791, stúdent þaðan 22. maí 1794, með heldur góðum vitnisburði, var síðan hjá föður sínum, en vígðist 16. maí 1796 aðstoðarprestur síra Ingjalds Jónssonar að Múla, var það til dauðadags og bjó þar til móts við hann, drukknaði í Vestmannsvatni.
Kona (20. ág. 1797): Guðrún (f. um 1763, d. 27. apríl 1843) Björnsdóttir sýslumanns, Tómassonar í Garði, ekkja síra Jóns Sigurðssonar í Garði í Kelduhverfi.
Börn þeirra síra Einars, er upp komust: Álfheiður átti fyrr síra Gísla aðstoðarprest Wium á Stað í Kinn, síðar Björn umboðsmann Kristjánsson síðast að Felli í Mýrdal (þau skildu), síra Hálfdan á Eyri í Skutulsfirði. Guðrún, ekkja síra Einars, átti í 3. sinn 11. apr. 1807 Hallgrím Árnason í Rauðaskriðu (s.k. hans) og í 4. sinn 8. júlí 1825 síra Einar Hjaltason á Stað í Kinn (Vitæ ord.; HPÞ.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Tómas Skúlason síðast á Grenjaðarstöðum og f.k. hans Álfheiður Einarsdóttir. F. í Saurbæ í Eyjafirði. Lærði 2 vetur undir skóla hjá síra Jóni Jónssyni að Möðrufelli, tekinn í Hólaskóla 1791, stúdent þaðan 22. maí 1794, með heldur góðum vitnisburði, var síðan hjá föður sínum, en vígðist 16. maí 1796 aðstoðarprestur síra Ingjalds Jónssonar að Múla, var það til dauðadags og bjó þar til móts við hann, drukknaði í Vestmannsvatni.
Kona (20. ág. 1797): Guðrún (f. um 1763, d. 27. apríl 1843) Björnsdóttir sýslumanns, Tómassonar í Garði, ekkja síra Jóns Sigurðssonar í Garði í Kelduhverfi.
Börn þeirra síra Einars, er upp komust: Álfheiður átti fyrr síra Gísla aðstoðarprest Wium á Stað í Kinn, síðar Björn umboðsmann Kristjánsson síðast að Felli í Mýrdal (þau skildu), síra Hálfdan á Eyri í Skutulsfirði. Guðrún, ekkja síra Einars, átti í 3. sinn 11. apr. 1807 Hallgrím Árnason í Rauðaskriðu (s.k. hans) og í 4. sinn 8. júlí 1825 síra Einar Hjaltason á Stað í Kinn (Vitæ ord.; HPÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.