Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Tyrfingsson

(um 1655–?)

Lögsagnari.

Foreldrar: Tyrfingur Einarsson (prests á Stað á Reykjanesi, Guðmundssonar) og kona hans Ingibjörg Tómasdóttir, Jónssonar (af Skarðsströnd). Bjó 1703 í Hallsteinsnesi, en fluttist að Reykhólum um líkt leyti, og þar bjó hann. 1710. Settur að gegna sýslustörfum í suðurhluta Barðastrandarsýslu 1707–8 (ef ekki einnig 1705).

Kona: Gróa (f, um 1663) Gísladóttir.

Börn þeirra: Ingibjörg, Tómas í Bæ í Króksfirði (BB. Sýsl.; Manntal 1703; Jb. AM. og PVíd.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.