Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Thorlacius (Jónsson)

(18. nóv. 1851–21. nóv. 1916)

Sýslumaður.

Foreldrar: Síra Jón Thorlacius í Saurbæ í Eyjafirði og f.k. hans Ólöf Hallgrímsdóttir prests að Hrafnagili Thorlaciuss. Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1869, stúdent 1874, með 1. einkunn (86 st.). Tók próf í heimspeki í háskólanum í Kh. 21. júní 1875, með 1. einkunn, í lögfræði 13. júní 1879, með 2. einkunn (63 st.). Settur sýslumaður í Skaftafellssýslu 3. júlí 1879, fekk Norður-Múlasýslu 30. júní 1880, fekk þar lausn með eftirlaunum 29. maí 1896 (hafði verið vikið frá 30. júní 1894 fyrir vanhirðu). 1. þm. Norðmýl. 1886– 7 (fekk ekki að sitja á alþingi 1887, með því að hann fekk ekki sett löglærðan mann í stað sinn). Átti heima á Seyðisfirði, meðan hann var sýslumaður og um hríð eftir það, en fluttist síðan til Kh. og andaðist þar; hafði lengi verið heilsubilaður. Ókv.

Launsonur hans (með Þórunni Jónsdóttur í Krossavík og víðar, Jónssonar): Jón verzlunarm. í Rv. (Lögfr.; Alþmt.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.