Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Einar Thorlacius (Bjarnason)
(3. júní 1753–29. nóv. 1783)
Prestur.
Foreldrar: Bjarni lögréttumaður Einarsson og kona hans Sesselja Hallgrímsdóttir Thorlacius, Jónssonar. Var í fóstri hjá föðurföður sínum, síra Einari Jónssyni í Berufirði og fluttist með honum að Kaldaðarnesi í Flóa, tekinn í Skálholtsskóla 1768, en fór utan eftir 3 ár og var tekinn í Helsingjaeyrarskóla, stúdent þaðan 24. júní 1775, með mjög lofsamlegum vitnisburði, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 4. ág. s. á., tók próf í heimspeki 9. júlí 1776 og próf í málfræði 21. mars 1777, hvort tveggja með 1. einkunn, fekk vist í Borchskollegium 1778 (eftir að hafa dispúterað „De oraculis“), gegndi 3 mánuði kennarastörfum í Hróarskelduskóla 1779, en lauk embættisprófi í guðfræði 18. apr. 1780, með 3. einkunn, fekk Grenjaðarstaði 17. maí s.á. og vígðist 16. júní s. á. af Harboe Sjálandsbyskupi, kom s. á. til landsins og hélt prestakallið til dauðadags. Hann kvaddi sér til aðstoðarprests föðurbróður sinn, síra Hallgrím Thorlacius, sem vígðist degi eftir lát hans og var síðan millibilsprestur um hríð á Grenjaðarstöðum. Síra Einar var mikill gáfumaður, vel að sér og átti ágætt bókasafn, ræðumaður góður, kenndi undir skóla, talinn góðmenni.
Kona (2. okt. 1782): Guðrún (f. í apríl 1761, d. 7. febr. 1784) Halldórsdóttir sýslumanns Jakobssonar; þau bl. (HÞ. Guðfr.; HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Bjarni lögréttumaður Einarsson og kona hans Sesselja Hallgrímsdóttir Thorlacius, Jónssonar. Var í fóstri hjá föðurföður sínum, síra Einari Jónssyni í Berufirði og fluttist með honum að Kaldaðarnesi í Flóa, tekinn í Skálholtsskóla 1768, en fór utan eftir 3 ár og var tekinn í Helsingjaeyrarskóla, stúdent þaðan 24. júní 1775, með mjög lofsamlegum vitnisburði, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 4. ág. s. á., tók próf í heimspeki 9. júlí 1776 og próf í málfræði 21. mars 1777, hvort tveggja með 1. einkunn, fekk vist í Borchskollegium 1778 (eftir að hafa dispúterað „De oraculis“), gegndi 3 mánuði kennarastörfum í Hróarskelduskóla 1779, en lauk embættisprófi í guðfræði 18. apr. 1780, með 3. einkunn, fekk Grenjaðarstaði 17. maí s.á. og vígðist 16. júní s. á. af Harboe Sjálandsbyskupi, kom s. á. til landsins og hélt prestakallið til dauðadags. Hann kvaddi sér til aðstoðarprests föðurbróður sinn, síra Hallgrím Thorlacius, sem vígðist degi eftir lát hans og var síðan millibilsprestur um hríð á Grenjaðarstöðum. Síra Einar var mikill gáfumaður, vel að sér og átti ágætt bókasafn, ræðumaður góður, kenndi undir skóla, talinn góðmenni.
Kona (2. okt. 1782): Guðrún (f. í apríl 1761, d. 7. febr. 1784) Halldórsdóttir sýslumanns Jakobssonar; þau bl. (HÞ. Guðfr.; HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.