Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Thorlacius

(10. júlí 1864 – 2. jan. 1949)

. Prestur. Foreldrar: Þorsteinn (d. 22. apríl 1905, 74 ára) Einarsson Thorlacius á Öxnafelli í Eyjafirði og kona hans Rósa (d. 9. okt. 1904, 64 ára) Jónsdóttir í Leyningi í Eyjafirði, Bjarnasonar. Stúdent í Reykjavík 1887 með 3. eink. (61 st.). Lauk prófi í prestaskóla 23. ág. 1889 með 2. einkunn lakari (27 st.). Veitt Stóruvallaprestakall á Landi 27. sept. 1889; vígður 29. s.m.; bjó á Skarði á Landi 1889– 93; í Fellsmúla 1893– 1900.

Veittur Saurbær á Hvalfjarðarströnd 21. maí 1900; settur prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi 23. maí 1921, skipaður 28. febr. 1922. Fekk lausn frá prófastsstörfum 17. ág. 1931; lausn frá prestskap 31. maí 1932.

Fluttist til Reykjavíkur og átti þar heima til æviloka. Var við skrifstofustörf 1932–40, jafnframt heimilisprestur á elliheimilinu Grund 1933–35.

Gegndi mörgum trúnaðarstörfum í héraði á prestsskaparárum sínum; var m.a. í hreppsnefnd um 30 ár og síðari ár oddviti.

Stofnaði lestrarfélög í prestaköllum sínum. R. af fálk, Ritstörf: Greinar í ýmsum tímaritum og hugvekjur; sá um útgáfu á Snót (ljóðasafni), Rv. 1945. Kona (8. okt. 1889): Jóhanna Aðalbjörg (d. 21. mars 1937, 71 árs) Benjamínsdóttir á Stekkjarflötum í Eyjafirði, Jónssonar. Börn þeirra, sem upp komust: Guðbrandur í Kalastaðakoti, Magnús hæstaréttarlögmaður í Reykjavík, Rósa átti síra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík, Þóra saumakona, Guðlaug hárgreiðslukona, Anna stúdent og skrifstofumær. Sonur síra Einars, áður en hann kvæntist (með Elínu Snorradóttur): Helgi á Tjörn á Vatnsnesi, síðar starfsmaður hjá SÍS. í Reykjavík (BjM. Guðfr.; Minningargreinar um síra Einar og konu hans, Rv. 1949; Óðinn XXVII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.