Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Arnór Finnsson
(15. og 16. öld)
Sýslumaður.
Foreldrar: Finnur lögréttumaður Pétursson í Ljáskógum og kona hans (ónefnd) Þorsteinsdóttir, Guðmundssonar. Var í þjónustu Ólafar ríku Loptsdóttur og fór utan í erindum hennar 1466. Er 1485 orðinn sýslumaður í Dalasýslu, en 1487 í Strandasýslu, 1496 Mýrasýslu, Dalasýslu aftur um 1503, Hefir verið mikilhæfur maður. Átti deilur við Sturlu sýslumann Þórðarson að Staðarfelli og síðar við Torfa sýslumann Jónsson í Klofa.
Virðist enn á lífi 1515. Bjó á Ökrum á Mýrum, og er af honum Akraætt.
Kona (1479): Helena Jónsdóttir. Synir þeirra: Síra Finnur á Ökrum (Akra-Finnur), Björn lögréttumaður.
Launsonur hans er talinn síra Árni í Hítardal (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.; SD.).
Sýslumaður.
Foreldrar: Finnur lögréttumaður Pétursson í Ljáskógum og kona hans (ónefnd) Þorsteinsdóttir, Guðmundssonar. Var í þjónustu Ólafar ríku Loptsdóttur og fór utan í erindum hennar 1466. Er 1485 orðinn sýslumaður í Dalasýslu, en 1487 í Strandasýslu, 1496 Mýrasýslu, Dalasýslu aftur um 1503, Hefir verið mikilhæfur maður. Átti deilur við Sturlu sýslumann Þórðarson að Staðarfelli og síðar við Torfa sýslumann Jónsson í Klofa.
Virðist enn á lífi 1515. Bjó á Ökrum á Mýrum, og er af honum Akraætt.
Kona (1479): Helena Jónsdóttir. Synir þeirra: Síra Finnur á Ökrum (Akra-Finnur), Björn lögréttumaður.
Launsonur hans er talinn síra Árni í Hítardal (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.; SD.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.