Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Sæmundsson (Einarsen)

(18. nóv. 1792–15. maí 1866)

Prestur.

Foreldrar: Síra Sæmundur Einarsson að Útskálum og f.k. hans Guðrún yngri Einarsdóttir lögréttumanns í Þrándarholti, Hafliðasonar, F. í Miðmörk undir Eyjafjöllum. Tekinn í Bessastaðaskóla 1809, stúdent þaðan 1814, með góðum vitnisburði. Var síðan, til 1820, skrifari hjá Sigurði landfógeta Thorgrímsen, settur 6. apríl 1820 sýslumaður í Skaftafellssýslu, til þess er R.C. Ulstrup tók við, en fekk veiting fyrir Þingvöllum 22. sept. 1821, vígðist 7. okt. s. á., fekk Setberg í Eyrarsveit, Í skiptum við síra Björn Pálsson, 15. mars 1828, og varð prófastur í Snæfellsnessýslu, fekk Stafholt 31. jan. 1855 og hélt það til dauðadags, var og prófastur í Þverárþingi vestan Hvítár frá 1860 til dauðadags.

Var talinn vel gáfaður, en nokkuð ölkær á seinni árum, ræðumaður góður, hagorður (sjá Lbs.), skemmtinn og vel látinn.

Þess má geta, að 31. dec. 1826 kærði síra Einar 10 búendur í Grafningi fyrir tíundarsvik, og varð af nokkur rekistefna. Árið 1831 gaf hann saman hjón ólöglega, og var nærri orðið hált á, en slapp 1833 með áminningu. Pr. er eftir hann líkræða eftir síra Sigurð Jónsson frá Goðdölum, Rv. 1849, og eftir Ólaf Ólafsson að Lundum, Rv. 1882, en óprentað (sjá Lbs.): „Bænasafn“, „Predikanir“ og þýðing á „Eftirbreytni Krists“ eftir Tómas á Kempis.

Kona (26. júlí 1820) Kristjana (f. 12. júlí 1802, d. 7. mars 1876) Hansdóttir skósmiðs Wingaards Richdals, sem var norskur að ætt (d. í Rv. 2. júní 1815).

Börn þeirra, er upp komust: Hans Wingaard, dó í Rv. ókv. og bl., undarlegur í háttum, Hallfríður átti Pál Einarsson í Fagurey (f .k., hans) og börn með honum (þau skildu), Sofía Anna (d. 1852) átti Odd Jónasson í Spjör í Eyrarsveit, Sigurður (Sæmundsen) verzlunarstjóri, síðar kaupmaður, bl., Sigríður óg. og bl., Metta átti síra Markús Gíslason að Stafafelli (Bessastsk.; Vitæ ord. 1821; BB. Sýsl.: HÞ... SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.