Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Stefánsson

(21. maí 1863 – 25. dec. 1923)

. Stúdent, verzlunarmaður. Foreldrar: Stefán Einarsson stúdent á Reynistað, síðar bóndi á Krossanesi í Hólmi, og kona hans, Ingveldur Jónsdóttir prófasts í Glaumbæ, Hallssonar.

Stúdent í Reykjavík 1887 með 2. einkunn (68 st.). Hóf nám í háskólanum í Kh. 1888; lauk þar heimspekisprófi 1889 með 1. einkunn. Lagði stund á lögfræði, en lauk ekki prófi og hvarf heim um 1890; stundaði verzlunarstörf á Sauðárkróki og barnakennslu næstu ár.

Stundaði nám í prestaskólanum í Rv. 1894–97, en lauk ekki prófi. Gerðist þá verzlunarmaður á Sauðárkróki. Fór til Vesturheims 1910, en kom heim eftir nokkur ár og átti síðan heima á Húsavík nyrðra. Kona (1905): María (f. 4. ág. 1864) Jónsdóttir, móðursystir hans; barni. (BJ. Ísl. Hafnarstúdentars SPZ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.