Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Stefánsson

(19. sept. 1807–24. apríl 1871)

Umboðsmaður, stúdent.

Foreldrar: Síra Stefán Einarsson í Sauðanesi og f.k. hans Anna Halldórsdóttir Bjarnasonar Vídalíns.

Lærði skólalærdóm hjá ýmsum, en varð stúdent úr heimaskóla frá síra Guðmundi Bjarnasyni að Hólmum 25. maí 1830, með heldur góðum vitnisburði. Hóf búskap á Víðimýri 1831 eða 1832, en fluttist að Reynistað 1837, bjó þar til dauðadags og var umboðsmaður Reynistaðarklausturs.

Kona (23. sept. 1831): Ragnheiður (f. 5. nóv. 1802, d. 6. júní 1871) Benediktsdóttir á Víðimýri, Halldórssonar Vídalíns (þau systkinabörn).

Börn þeirra, er upp komust: Stefán stúdent í Krossanesi, Katrín átti Benedikt sýslumann Sveinsson að Héðinshöfða (Lbs. 48, fol.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.