Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Einar Stefánsson
(1735–28. okt. 1812)
Prestur.
Foreldrar: Síra Stefán Pálsson í Vallanesi og kona hans Guðrún Benediktsdóttir, Guðmundssonar.
Lærði undir skóla hjá föður sínum, átti ungur barn við Vilborgu Nikulásdóttur, fekk uppreisn 9. júní 1758, tekinn í Skálholtsskóla 1760, stúdent þaðan 20. maí 1764, með góðum vitnisburði. Vígðist aðstoðarprestur síra Jóns Þorlákssonar að Hólmum 14. dec. 1766, fekk Hallormsstaði 19. okt. 1778, Hof í Vopnafirði 1. sept. 1791 (án umsóknar, og var öðrum veitt það til vara, ef síra Einar vildi ekki taka við), fluttist þangað í fardögum næsta ár, lét af prestskap 17. apríl 1805. Var góður kennimaður, söngmaður, bar gott skyn á handlækningar, valmenni og greiðamaður.
Kona (1772): Margrét (í. 1725, d. 10. febr. 1824) Jónsdóttir prests að Hólmum, Þorlákssonar; þau bl. (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Stefán Pálsson í Vallanesi og kona hans Guðrún Benediktsdóttir, Guðmundssonar.
Lærði undir skóla hjá föður sínum, átti ungur barn við Vilborgu Nikulásdóttur, fekk uppreisn 9. júní 1758, tekinn í Skálholtsskóla 1760, stúdent þaðan 20. maí 1764, með góðum vitnisburði. Vígðist aðstoðarprestur síra Jóns Þorlákssonar að Hólmum 14. dec. 1766, fekk Hallormsstaði 19. okt. 1778, Hof í Vopnafirði 1. sept. 1791 (án umsóknar, og var öðrum veitt það til vara, ef síra Einar vildi ekki taka við), fluttist þangað í fardögum næsta ár, lét af prestskap 17. apríl 1805. Var góður kennimaður, söngmaður, bar gott skyn á handlækningar, valmenni og greiðamaður.
Kona (1772): Margrét (í. 1725, d. 10. febr. 1824) Jónsdóttir prests að Hólmum, Þorlákssonar; þau bl. (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.