Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Einar Snorrason
(15. og 16. öld)
Prestur.
Faðir: Snorri Sveinsson í Skógarnesi ytra.
Kemur fyrst við skjöl 1497 og er þá prestur, líkl. þá þegar á Stað á Ölduhrygg. Kemur síðast við skjöl 1534; telja sumir hann hafa látizt 1538. Hann var skáld („,Ölduhryggjarskáld“), en ekkert er nú kunnugt kvæða hans.
Börn hans: Marteinn byskup, Brandur sýslumaður á Snorrastöðum, síra Pétur í Hjarðarholti, Guðrún (f. 1489) átti fyrr Halldór að Fróðá, síðar Daða sýslumann Guðmundsson í Snóksdal, Guðlaug átti enskan kaupmann, Þorvarður lærði í háskóla í Kh., dó þar 1545. Um móðerni barna síra Einars, munu ættbækur vera ótraustar. Ingiríður, systir Stefáns byskups, er talin móðir Marteins byskups, en það fær ekki staðizt vegna sifja, er í þeim ættum verða síðar. Gróa er nefnd móðir Brands (og þá líkl. Péturs og Þorvarðs). Systurnar Guðrún og Guðlaug hafa verið elztar (Ýmsar heimildir).
Prestur.
Faðir: Snorri Sveinsson í Skógarnesi ytra.
Kemur fyrst við skjöl 1497 og er þá prestur, líkl. þá þegar á Stað á Ölduhrygg. Kemur síðast við skjöl 1534; telja sumir hann hafa látizt 1538. Hann var skáld („,Ölduhryggjarskáld“), en ekkert er nú kunnugt kvæða hans.
Börn hans: Marteinn byskup, Brandur sýslumaður á Snorrastöðum, síra Pétur í Hjarðarholti, Guðrún (f. 1489) átti fyrr Halldór að Fróðá, síðar Daða sýslumann Guðmundsson í Snóksdal, Guðlaug átti enskan kaupmann, Þorvarður lærði í háskóla í Kh., dó þar 1545. Um móðerni barna síra Einars, munu ættbækur vera ótraustar. Ingiríður, systir Stefáns byskups, er talin móðir Marteins byskups, en það fær ekki staðizt vegna sifja, er í þeim ættum verða síðar. Gróa er nefnd móðir Brands (og þá líkl. Péturs og Þorvarðs). Systurnar Guðrún og Guðlaug hafa verið elztar (Ýmsar heimildir).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.