Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Snorrason

(15. og 16. öld)

Prestur.

Faðir: Snorri Sveinsson í Skógarnesi ytra.

Kemur fyrst við skjöl 1497 og er þá prestur, líkl. þá þegar á Stað á Ölduhrygg. Kemur síðast við skjöl 1534; telja sumir hann hafa látizt 1538. Hann var skáld („,Ölduhryggjarskáld“), en ekkert er nú kunnugt kvæða hans.

Börn hans: Marteinn byskup, Brandur sýslumaður á Snorrastöðum, síra Pétur í Hjarðarholti, Guðrún (f. 1489) átti fyrr Halldór að Fróðá, síðar Daða sýslumann Guðmundsson í Snóksdal, Guðlaug átti enskan kaupmann, Þorvarður lærði í háskóla í Kh., dó þar 1545. Um móðerni barna síra Einars, munu ættbækur vera ótraustar. Ingiríður, systir Stefáns byskups, er talin móðir Marteins byskups, en það fær ekki staðizt vegna sifja, er í þeim ættum verða síðar. Gróa er nefnd móðir Brands (og þá líkl. Péturs og Þorvarðs). Systurnar Guðrún og Guðlaug hafa verið elztar (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.