Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Skúlason

(21. sept. 1834–20. ág. 1917)

Gullsmiður.

Foreldrar: Skúli silfursmiður Einarsson á Tannstaðabakka og kona hans Magdalena Jónsdóttir á Ánastöðum, Jónssonar.

Nam gullsmíðar á Ak. og hafði lokið því á 19. ári. Setti bú á Tannstaðabakka 1865 og var þar til æviloka. Var orðlagður listasmiður, en sinnti lítt alþýðlegum málum. Bætti vel og hýsti jörð sína.

Kona (1866): Guðrún (d. 1908) Jónsdóttir.

Börn þeirra: Valgerður s. k. Bjarna kennara og skálds í Rv. Jónssonar, Jón á Tannstaðabakka, Þorsteinn að Reykjum í Hrútafirði (Óðinn VII; Br7.; o. Íl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.