Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Skúlason

(1647–20. júlí 1742)

Prestur.

Foreldrar: Síra Skúli Magnússon í Goðdölum og kona hans Arnþrúður Björnsdóttir í Kálfsgerði, Arnbjarnarsonar. Hann lærði í Hólaskóla og er talinn stúdent þaðan 1664 (1666 mun réttara).

Hefir verið í byskupsþjónustu að Hólum a.m.k. 1668–9. Vígðist 10. okt. 1669 að Garði, en veitingarbréf hans er dagsett 20. ág. 1672. Hann hélt aðstoðarpresta frá 1706 eða 1707, en lét af prestskap 12. júní 1733.

Hann virðist hafa verið röggsamur maður og eigi látið ganga á rétt sinn. Hann var hagmæltur (erfiljóð eftir hann um f. k. sína eru í ÍB. 66, 8vo.).

Kona 1 (1675); Guðrún (d. 1684, á 36. ári) Hallgrímsdóttir prests í Glaumbæ, Jónssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Jón heyrari í Skálholti og á Hólum, síra Magnús í Húsavík, Sigurður dó váveiflega í Hólaskóla, Markús.

Kona 2 (um 1691). Guðrún (f. um 1641, enn á lífi 7. maí 1719) Grímsdóttir smiðs í Viðvík, Eiríkssonar; þau bl. (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.