Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Arnór Egilsson

(4. ág. 1856– 4. maí 1900)

. Bóndi, ljósmyndari, Foreldrar: Egill (d. 10. júní 1894, 75 ára) Halldórsson á Reykjum á Reykjabraut og f. k. hans Sigurveig Jóhannesdóttir á Laxamýri, Kristjánssonar.

Naut tilsagnar í æsku hjá síra Páli Sigurðssyni á Hjaltabakka (síðar í Gaulverjabæ). Var um hríð við verzlun á Blönduósi.

Nam ljósmyndaiðn í Kh. Bjó á Bjarnastöðum í Vatnsdal og víðar, en dó á Akureyri. Hreppstjóri um skeið; mikilsmetinn.

Vann að ljósmyndagerð, samhliða búskap, „tók myndir af fjölda Húnvetninga, svo að í fáum eða engu héraði öðru eru til jafnmargar mannamyndir frá því fyrir aldamót“ (,„,Föðurtún“). Kona (21. sept. 1882): Valgerður (d. 1933, 82 ára) Ólafsdóttir á Beinakeldu og Leysingjastöðum, Jónssonar, Synir þeirra: Ólafur Ingimar, Egill Halldór ljósmyndari á Akureyri, Björn Magnús stórkaupmaður í Reykjavík (Þjóðólfur, 52. árg.; Páll V.G. Kolka: Föðurtún).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.