Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Skúlason

(11. og 12. öld)

Skáld, prestur (líklega í Hvammi í Norðurárdal).

Foreldrar: Skúli að Borg Egilsson (Hriflusonar(? ) , Þorsteinssonar að Borg, Egilssonar skálds, Skalla-Grímssonar) og kona hans Sigríður(?) Þórarinsdóttir, Fálkasonar, Þórarinssonar að Espihóli, Þórissonar, Hámundarsonar heljarskinns (sjá Landn.). Af honum er sérstakur þáttur. Hann var snjallt skáld, og er eftir hann drápa um Sigurð Jórsalafara, brot úr 2 drápum um Harald gilla, sonu hans, Geisli (um Ólaf helga). Runhenda, brot úr Eysteinsdrápu, Ingadrápu, Elfarvísur, Öxarflokki o. fl. (Heimskr.; Mork.; Sn.E. AM.; Flat.; Bergsbók; Knytl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.