Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Sigurðsson

(– –7. mars 1670)

Prestur.

Foreldrar: Síra Sigurður Einarsson á Breiðabólstað í Fljótshlíð og f. k. hans Ingunn Jónsdóttir frá Einarsstöðum, Ormssonar. Hefir fyrst orðið aðstoðarprestur föður síns, og það er hann 1612, en fekk Stað í Steingrímsfirði haustið 1616, eftir lát síra Þórarins, bróður síns, og hélt til dauðadags, varð prófastur í Strandasýslu 11. ág. 1643 og var það einnig til dauðadags.

Í JS. 454, 8vo., er þýðing hans á „Praxis Evangeliorum“ eftir Martein Möller (Mollerus), í uppskrift síra Magnúsar, sonar hans. Var vel að sér og vel látinn, en ekki hneigður til búsýslu.

Kona: Helga Snorradóttir lögréttumanns að Varmalæk, Ásgeirssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Síra Árni í Skarðsþingum, síra Ásgeir í Tröllatungu, síra Teitur í Bitruþingum (Prestsbakka), Sigþrúður átti síra Jón Loptsson í Saurbæjarþingum, Maren átti Guðmund Gíslason í Kollabæ (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.