Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Pálsson

(um 1678–1707)

Foreldrar: Síra Páll Gunnarsson eldri á Gilsbakka og kona hans Helga Eiríksdóttir á Fitjum, Oddssonar. F. á Gilsbakka. Lærði í Skálholtsskóla og mun hafa orðið stúdent þaðan vorið 1700. Var síðan um tíma hjá síra Gunnari, bróður sínum, í Stafholti, sem vildi fá hann til aðstoðarprests 1702, en Jón byskup Vídalín neitaði því 10. jan. 1703, með því að hann hefir ekki viljað létta af honum ábyrgð af prestsþjónustunni, en embættisrekstur síra Gunnars heldur í ólagi.

Vorið 1703 er Einar að Vindási í Kjós, hjá mági sínum, síra Torfa Halldórssyni, fór þaðan að Bæ á Rauðasandi (líkl. 1704), til Guðrúnar Eggertsdóttur, og andaðist þar í bólunni miklu, ókv. og bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.