Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Einar Pálsson
(27. dec. 1789–16. jan. 1830)
Prestur.
Foreldrar: Síra Páll Þorláksson á Þingvöllum og kona hans Sigríður Stefánsdóttir prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Högnasonar. Lærði undir skóla hjá síra Þorvaldi skáldi Böðvarssyni, tekinn í Bessastaðaskóla 1809, stúdent þaðan 1813, með vitnisburði í betra lagi.
Varð síðan á fjórða ár skrifari hjá Vigfúsi sýslumanni Þórarinssyni að Hlíðarenda, fór þá til föður síns og vígðist 18. maí 1817 honum til aðstoðar, fekk það prestakall 5. ág. 1818, við uppgjöf föður síns, fekk Reynivöllu í Kjós 11. ág. 1821, tók við því prestakalli,2. júní 1822, en bjó að Meðalfelli (eignarjörð konu sinnar) til dauðadags. Hann var góður klerkur, vel metinn, smiður ágætur og skáldmæltur; er eftir hann Krossríma (sjá Lbs.).
Kona (20. júní 1818): Ragnhildur (f. 1. sept. 1786, d. 21. okt. 1862) Magnúsdóttir lögmanns að Meðalfelli, Ólafssonar.
Börn þeirra, er upp komust: Páll lærði gullsmíðar utanlands og var hinn mesti völundur í útskurði, bjó síðast í Sogni í Kjós, Finnur Magnús að Meðalfelli, var hagmæltur, Brynjólfur í Meðalfellskoti, Ragnheiður átti Þorvald verzlunarstjóra Stephensen í Reykjavík, Ragnhildur óg. og bl. (Vitæ ord. 1817; SGrBf.; HÞ.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Páll Þorláksson á Þingvöllum og kona hans Sigríður Stefánsdóttir prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Högnasonar. Lærði undir skóla hjá síra Þorvaldi skáldi Böðvarssyni, tekinn í Bessastaðaskóla 1809, stúdent þaðan 1813, með vitnisburði í betra lagi.
Varð síðan á fjórða ár skrifari hjá Vigfúsi sýslumanni Þórarinssyni að Hlíðarenda, fór þá til föður síns og vígðist 18. maí 1817 honum til aðstoðar, fekk það prestakall 5. ág. 1818, við uppgjöf föður síns, fekk Reynivöllu í Kjós 11. ág. 1821, tók við því prestakalli,2. júní 1822, en bjó að Meðalfelli (eignarjörð konu sinnar) til dauðadags. Hann var góður klerkur, vel metinn, smiður ágætur og skáldmæltur; er eftir hann Krossríma (sjá Lbs.).
Kona (20. júní 1818): Ragnhildur (f. 1. sept. 1786, d. 21. okt. 1862) Magnúsdóttir lögmanns að Meðalfelli, Ólafssonar.
Börn þeirra, er upp komust: Páll lærði gullsmíðar utanlands og var hinn mesti völundur í útskurði, bjó síðast í Sogni í Kjós, Finnur Magnús að Meðalfelli, var hagmæltur, Brynjólfur í Meðalfellskoti, Ragnheiður átti Þorvald verzlunarstjóra Stephensen í Reykjavík, Ragnhildur óg. og bl. (Vitæ ord. 1817; SGrBf.; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.