Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Ormsson

(– – 1470)

Bóndi.

Foreldrar: Ormur hirðstjóri Loptsson og kona hans Solveig Þorleifsdóttir sýslumanns að Auðbrekku, Árnasonar. Var um tíma staðarhaldari í Reykholti, bjó í Víðidalstungu (1643–7). en því næst að Stórólfshvoli og andaðist þar, líkl. á fertugsaldri.

Kona: Sesselja Hallsdóttir, Þorsteinssonar. Eftir lát Einars komu upp fjórmenningsmein með þeim, og var hjónaband þeirra þá vitanlega dæmt ógilt.

Börn þeirra: Ormur, Þorsteinn, Guðrún, Kristín, Ragnhildur, Helga, Ingibjörg, Margrét. Sesselja, ekkja Einars, átti síðar Hallstein sýslumann í Múlaþingi, Þorsteinsson (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.