Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Oddsson yngri

(um 1690–29. ág. 1755)

Prestur.

Foreldrar: Oddur Eiríksson á Fitjum og s.k. hans Guðríður Einarsdóttir prests að Vindási í Kjós, Illugasonar. Hefir komið í Skálholtsskóla 1706, stúdent 1713, vígðist 4. nóv. 1714 aðstoðarprestur síra Benedikts Péturssonar að Hesti og fekk Hestþing 1. mars 1715, við uppgjöf hans, en missti prestskap 1717 fyrir frillulífisbrot með Sólvöru (eða Salvöru) Jónsdóttur eldra að Stóra Ási, Jónssonar, afhenti prestsetrið í fardögum 1720 og fluttist þá að Fitjum og var þar, til þess er hann fekk prestskap aftur, Heynesumboð fekk hann 27. maí 1723 og hélt til vors 1736, fekk uppreisn til prestskapar 1728, síðan konungsveiting fyrir Görðum á Akranesi 6. júní 1732, en tók þó ekki við því prestakalli fyrr en 31. maí 1735, enda kom veitingarbréf hans ekki til landsins fyrr en 1734, var dæmdur frá prestskap 25. sept. 1743 fyrir drykkjuskaparafglöp við embættisgerð, fór alfari frá Görðum 1746 að Kjaransstöðum, mun síðan hafa verið bráðabirgðaprestur frá 1748 hjá síra Gesti Árnasyni að Móum í veikindum hans, til þess er hann fekk Stað í Grindavík 1750, sem hann hélt til dauðadags, en fekk vígðan sér til aðstoðar ". okt. 1753 síra Einar, son sinn.

Kona (1718). Jórunn (f. um 1687) Sigurðardóttir lögréttumanns Jónssonar í Sólheimatungu.

Börn þeirra: Síra Einar í Guttormshaga, Sigurður í Tóptum í Grindavík, ókv. og bl., Ráðhildur bjó með bróður sínum í Tóptum, óg. og bl., Guðrún átti laundóttur (Guðrúnu), sem ættir eru frá (HÞ.; SGrBt., er telur ranglega síra Einar tvíkvæntan).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.