Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Oddsson eldri

(um 1685–1753)

Prestur.

Foreldrar: Oddur Eiríksson á Fitjum í Skorradal og s.k. hans Guðríður Einarsdóttir prests að Vindási í Kjós, Illugasonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1698, stúdent þaðan 1702, var veturinn 1702–3 hjá Gísla Jónssyni að Reykhólum, varð prestur að Ásum í Skaftártungu 1705 (hefir fyrst stutta stund verið þar aðstoðarprestur) og fekk fulla veiting fyrir því prestakalli 27. maí 1707, en 30. dec. s.á. Lund og tók þar við næsta vor. Tók síra Ketil, son sinn, sér til aðstoðarprests 1735. Lét af prestskap þar 1751, fluttist þá að Fitjum og andaðist þar.

Kona 1: Guðrún Ketilsdóttir prests að Ásum í Skaftártungu, Halldórssonar.

Sonur þeirra: Síra Ketill í Lundi.

Kona 2: Halldóra Þórðardóttir í Snóksdal, Hannessonar, ekkja síra Vigfúsar Eiríkssonar í Miðdalaþingum (þau bl.).

Kona 3: Þorkatla Þorgeirsdóttir á Hjallasandi, Illugasonar, ekkja Jóns lögréttumanns Sigurðssonar á Hallbjarnareyri. Þessi eru talin börn þeirra: Guðrún eldri átti síra Jón Halldórsson að Klausturhólum, Guðrún yngri átti Jón lögréttumann Högnason að Laugarvatni, Þorkatla átti Jón nokkurn (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.