Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Arnór Bjarnarson, kerlingarnef

(10. öld)

Bóndi í Miklabæ í Óslandshlíð.

Foreldrar: Björn Höfða-Þórðarson (Bjarnarsonar byrðusmjörs) og kona hans Þuríður Refsdóttir á Barði. Var með helztu höfðingjum í Hegranesþingi á sinni tíð. Af Svaða á Svaðastöðum og honum er sérstakur þáttur.

Kona 1: Þuríður Hallsdóttir mjódælings, Bárðarsonar Suðureyings, landnámsmanns. Dóttir þeirra: Halldóra átti Klæng Kvígu-Þorleifsson, og var sonur þeirra Arnór, faðir Þorsteins, föður Klængs byskups (Landn. telur Eldjárn ranglega son þeirra).

Kona 2: Þorlaug Víga-Glúmsdóttir (er áður hafði átt Víga-Skútu og síðan Eldjárn milda Áskelsson. (Landn.; Vígagl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.