Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Einar Nikulásson
(– –8. okt. 1699)
Prestur.
Foreldrar: Nikulás (d. 27. ág. 1671) Einarsson í Reykjahlíð og f. k. hans Þórdís (d. 10. júlí 1629) Jónsdóttir lögsagnara að Laugum, Illugasonar. Hann vígðist 30. jan. 1653, vafalaust að Stað í Kinn, en fekk Skinnastaði 1660 og hélt það prestakall til dauðadags. Hann átti deilur við síra Skúla Þorláksson á Grenjaðarstöðum, og lauk með sátt 24. mars 1680. Var búmaður góður og vel efnum búinn, talinn forn í skapi, og er stundum í ritum nefndur „galdrameistari“; var sumum niðjum hans og brugðið um fjölkynngi.
Kona: Þorbjörg Jónsdóttir prests á Skinnastöðum, Þorvaldssonar.
Börn þeirra: Síra Jón „greipaglennir“ á Skinnastöðum, Runólfur í Hafrafellstungu, Þorvaldur í Klifshaga, Þórarinn á Arnarstöðum, listamaður í tréskurði, og voru lengi varðveitt eftir hann 6 líkneski í Skinnastaðakirkju, Þórdís (1703 bústýra bróður síns í Hafrafellstungu). Kristrún (1703 bústýra síra Jóns, bróður síns), Guðrún, Eiríkur að Skógum í Öxarfirði (HÞ; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Nikulás (d. 27. ág. 1671) Einarsson í Reykjahlíð og f. k. hans Þórdís (d. 10. júlí 1629) Jónsdóttir lögsagnara að Laugum, Illugasonar. Hann vígðist 30. jan. 1653, vafalaust að Stað í Kinn, en fekk Skinnastaði 1660 og hélt það prestakall til dauðadags. Hann átti deilur við síra Skúla Þorláksson á Grenjaðarstöðum, og lauk með sátt 24. mars 1680. Var búmaður góður og vel efnum búinn, talinn forn í skapi, og er stundum í ritum nefndur „galdrameistari“; var sumum niðjum hans og brugðið um fjölkynngi.
Kona: Þorbjörg Jónsdóttir prests á Skinnastöðum, Þorvaldssonar.
Börn þeirra: Síra Jón „greipaglennir“ á Skinnastöðum, Runólfur í Hafrafellstungu, Þorvaldur í Klifshaga, Þórarinn á Arnarstöðum, listamaður í tréskurði, og voru lengi varðveitt eftir hann 6 líkneski í Skinnastaðakirkju, Þórdís (1703 bústýra bróður síns í Hafrafellstungu). Kristrún (1703 bústýra síra Jóns, bróður síns), Guðrún, Eiríkur að Skógum í Öxarfirði (HÞ; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.