Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Nikulásson

(um 1705–27. nóv. 1756)

Bóndi.

Foreldrar: Nikulás sýslumaður Einarsson á Reynistað og kona hans Ragnheiður Pálsdóttir prests á Mel, Jónssonar. Hann er í sumum ritum talinn stúdent, en óvíst er það, enda brestur allar skrár um nemendur og stúdenta úr Hólaskóla árin 1719–24.

Hann var orðinn bóndi á Söndum í Miðfirði eigi síðar en 1734 og var þar til dauðadags, banameinið af sumum talið líkþrá.

Var hann mikilhæfur maður og rausnsamur.

Kona: Guðrún (d. að Reykjum í Miðfirði 11. sept. 1766) Jónsdóttir prests í Miklabæ í Blönduhlíð, Þorvaldssonar.

Dóttir þeirra: Ragnheiður átti Halldór klausturhaldara Bjarnason Vídalín á Reynistað.

Kona Einars var talin kvenkostur hinn bezti; bjuggu þau saman ógift á Söndum, en 1734 lét hann hana fara frá sér þungaða, og eignaðist hún barnið (Ragnheiði) þá í dec. Trúlofuðust þau síðan opinberlega 1735, en dráttur varð á hjónabandi þeirra, og 24. sept. 1737 sóktu þau saman um það til konungs, að trúlofun þeirra yrði gerð ógild, með því að þau gætu eigi fellt skap saman.

Þetta konungsleyfi var veitt 21. mars 1738, en eigi að síður gengu þau í hjónaband 18. okt. 1739, og er ekki annars getið en vel færi (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.