Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Einar Magnússon
(– – 1650 eða 1651)
Prestur.
Foreldrar: Síra Magnús Ólafsson í Sauðanesi og kona hans, sem ýmist er nefnd Arndís eða Herdís.
Vígðist 1625 aðstoðarprestur föður síns, sem mun hafa andazt 1627. Er talið, að hann hafi þá fengið höfuðsmannsveiting fyrir Sauðanesi, en síra Jón Bessason 1628 fengið konungsveiting fyrir prestakallinu, er síra Einar gegndi til 1629. Má því vera rétt (sjá HÞ.), að vísan „Sauðanes er sessinn minn“ sé eftir hann, þótt góðar heimildir eigni hana síra Hálfdani Rafnssyni (sjá PEÓIl. Mm.).
Árið 1629 fekk hann veiting fyrir Hjaltabakka, en mun hafa þjónað Refsstöðum í Vopnafirði veturinn 1629––30, eftir fráfall síra Sigurðar, föðurbróður síns, sem varð úti, og hafa af því orðið missagnir í ritum, að síra Einar hafi flutzt að Refsstöðum og dáið þar úr holdsveiki. En aldrei fór hann að Hjaltabakka, heldur fekk hann Myrká, í skiptum við síra Þorstein Ásmundsson, fluttist þangað 1630 og var þar til dauðadags.
Kona: Helga (bjó síðast á Steinsstöðum í Öxnadal 1664) Jónsdóttir prentara, „Jónssonar.
Börn þeirra: Magnús prestur að Undornfelli, síra Ólafur að Munkaþverárklaustri, Jón stúdent á Steinsstöðum, Ari á Ásláksstöðum, Geirlaug átti fyrst Ásmund nokkurn, síðar þann mann, er Ásgrímur hét, Valgerður varð f.k. Þorláks Þórarinssonar að Látrum, Þorbjörg var 1703 á Syðra Laugalandi og sonur hennar, Þorfinnur Ormsson (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Magnús Ólafsson í Sauðanesi og kona hans, sem ýmist er nefnd Arndís eða Herdís.
Vígðist 1625 aðstoðarprestur föður síns, sem mun hafa andazt 1627. Er talið, að hann hafi þá fengið höfuðsmannsveiting fyrir Sauðanesi, en síra Jón Bessason 1628 fengið konungsveiting fyrir prestakallinu, er síra Einar gegndi til 1629. Má því vera rétt (sjá HÞ.), að vísan „Sauðanes er sessinn minn“ sé eftir hann, þótt góðar heimildir eigni hana síra Hálfdani Rafnssyni (sjá PEÓIl. Mm.).
Árið 1629 fekk hann veiting fyrir Hjaltabakka, en mun hafa þjónað Refsstöðum í Vopnafirði veturinn 1629––30, eftir fráfall síra Sigurðar, föðurbróður síns, sem varð úti, og hafa af því orðið missagnir í ritum, að síra Einar hafi flutzt að Refsstöðum og dáið þar úr holdsveiki. En aldrei fór hann að Hjaltabakka, heldur fekk hann Myrká, í skiptum við síra Þorstein Ásmundsson, fluttist þangað 1630 og var þar til dauðadags.
Kona: Helga (bjó síðast á Steinsstöðum í Öxnadal 1664) Jónsdóttir prentara, „Jónssonar.
Börn þeirra: Magnús prestur að Undornfelli, síra Ólafur að Munkaþverárklaustri, Jón stúdent á Steinsstöðum, Ari á Ásláksstöðum, Geirlaug átti fyrst Ásmund nokkurn, síðar þann mann, er Ásgrímur hét, Valgerður varð f.k. Þorláks Þórarinssonar að Látrum, Þorbjörg var 1703 á Syðra Laugalandi og sonur hennar, Þorfinnur Ormsson (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.