Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Magnússon

(um 1720–22. jan. 1772)

Umboðsmaður, hreppstjóri.

Foreldrar: Síra Magnús Einarsson í Húsavík og kona hans Oddný Jónsdóttir. Var í Hólaskóla árin 1735–40, en ekki alveg víst, hvort hann hefir orðið stúdent. Skúli, bróðir hans, síðar landfógeti, gerði hann að yfirbryta eða eins konar umboðsmanni sínum í ráðsmennsku Hólastóls, og var hann ráðsmaður einnig fyrstu ár Halldórs byskups Brynjólfssonar, til 1750 eða 1751, bjó síðan að Enni á Höfðaströnd, en fluttist 1753 að Reykjum í Miðfirði, síðar að Bjargi (1757). og hafði Skúli, bróðir hans, þá útvegað honum áður (1749) umboð konungsjarða í Miðfirði.

Hann varð holdsveikur og andaðist að Bjargi. Þrotabú var eftir hann, enda höfðu í fjárkláðanum fallið 44 umboðskúgildi, og sjálfur var hann nokkuð eyðslusamur. Fréttabréf frá honum er í Lbs. 801, 4to.

Kona: Ingibjörg (f. um 1712) Björnsdóttir prests í Hofsþingum, Björnssonar, ekkja síra Jóns Jónssonar í Hofsþingum.

Börn þeirra: Magnús síðast verzlunarfulltrúi á Eyrarbakka, d. í bólu 20. jan. 1786, Rannveig, d. 1786 óg. og bl. í Viðey (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.