Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Magnússon

(um 1649–1716)

Prestur.

Foreldrar: Magnús klausturhaldari Þorsteinsson frá Þykkvabæ og s. k. hans Guðrún Jónsdóttir prests á Breiðabólstað, Sigurðssonar.

Tekinn í Skálholtsskóla 1660.

Bjó í Miðbæli undir Eyjafjöllum 2 ár (1676–8). Vígðist prestur að Stóra Dal undir Eyjafjöllum 24. júní 1678, fekk Holtaþing um 1700 og bjó í Guttormshaga. Fekk aðstoðarprest (síra Illuga Jónsson) síðla árs 1715, lét af prestskap 1716 og andaðist úr líkþrá síðar á sama ári.

Kona: Guðríður (d. 1730 í Stóru Mörk, um 72 ára) Jónsdóttir á Hjalla, Jónssonar.

Börn þeirra: Magnús að Reykjum í Ölfusi, Sigurveig átti Brynjólf Markússon, er víða bjó á Rangárvöllum og að Sandhólaferju („,20 býla Brynki“), Jón (10 ára 1703), Þorsteinar 2 og átti annar Vigdísi Halldórsdóttur, Guðrún (2ja ára 1703), Ingveldur átti Gísla Þorláksson í Stóru Mörk undir Eyjafjöllum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.