Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Magnússon

(um 1375– 1453)

. Bóndi. Ættaður úr Hörgárdal. Faðir (líklega): Magnús Sturluson, Geirssonar, Þorsteinssonar. Magnús vá Guttorm nokkurn 1390 (Annálar).

Einar kaupir Sólheima í Sæmundarhlíð 10. júlí 1424 af Brandi ríka Halldórssyni og konu hans Rögnu Hrafnsdóttur fyrir Ós og Pálmholt á Galmaströnd. Vitnar (1452) um skóg Möðruvallaklausturs milli Auðbrekku og Vindheima og man frá 1383 um skóginn (Dipl. Isl. IV; V, 92–93). Synir hans: Arnoddur prestur, Jón prestur og Jón annar í Sólheimum, Magnús prestur og Þorgils („Gísli“) í Sólheimum (Dipl. Isl.; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.