Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Arnór (Jóhannes) Þorláksson

(27. maí 1859–I1. ág. 1913)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þorlákur Stefánsson að Undornfelli og kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir prests í Steinnesi, Péturssonar. Við lát föður síns fór hann til móðurbróður síns, síra Halldórs að Hofi í Vopnafirði, sem kenndi honum og styrkti hann til náms. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1875, stúdent 1881, með 1. einkunn (81 st.), guðfræðapróf úr prestaskóla 1883, með 2. einkunn lakari (31 st.).

Kennari í Flensborgarskóla veturinn 1883–4. Fekk Hestþing 23. maí 1884, vígðist 14. sept. s.á., var þar til æviloka, en hafði fengið lausn frá prestskap 14. júní 1913. Var atorkumaður, frábær hestamaður, vel gefinn, hagmæltur (sjá Kirkjublað, sálmab. 1945; sjá og Bjarmi V, Nýtt kirkjubl. V; Kirkjurit).

Átti nokkurn þátt í síðustu endurskoðun Nýja testamentis.

Kona 1 (13. maí 1886): Guðrún Elísabet (f. 17. nóv. 1867, d. 6. jan. 1906) Jónsdóttir í Neðra Nesi, Stefánssonar (prests í Stafholti, Þorvaldsonar).

Börn þeirra: Halldór trésmiður í Rv., Ingibjörg, Marta María Guðrún, Þorlákur, Jón Stefán, síra Lárus í Miklabæ, Þórarinn, Hannes verkfræðingur í Rv., Steingrímur verzlunarmaður, Guðrún Elísabet átti síra Pál Þorleifsson á Skinnastöðum.

Kona 2 (18. júlí 1907): Hallbera (d. 4. júní 1908) Guðmundsdóttir þurrabúðarmanns í Rv., Halldórssonar; þau bl. (JKr. Prest.; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.