Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Magnússon

(fyrir eða um 1620–1646)

Heyrari.

Foreldrar: Síra Magnús Jónsson að Mælifelli og kona hans Ingunn Skúladóttir (systir Þorláks byskups). Stúdent úr Hólaskóla, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 23. nóv. 1639, kom aftur til landsins 1642, með góðum vitnisburðum og meðmælum frá Óla Worm, enda hafði hann bréfagerðir við hann (AM. 267, fol., sjá og Gl. kgl. Saml. 3119, uppskr. í JS. 536, 4to.); varð síðan heyrari í Hólaskóla til dauðadags, ókv. og bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.