Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Kolbeinsson

(um 1580–1660)

Prestur.

Faðir hans var Kolbeinn að Einarslóni, launsonur Jóns lögréttumanns Magnússon á Svalbarði, en móðir hans er sumstaðar talin Inga Ólafsdóttir, Jónssonar. Þó er það víst, að Kolbeinn í Einarslóni var seinni maður Katrínar Nikulásdóttur sýslumanns að Munkaþverá, „Þorsteinssonar.

Hann var að námi utanlands nokkur ár, einkum í Brimum.

Varð prestur í Kolbeinsstaðaog Rauðamelsþingum laust fyrir 1610 og bjó síðan um hríð á Rauðamel syðra. Hann var skáldmæltur (sjá PEÓI. Mm.), söngmaður mikill og „óheimskur í mörgu“, en einþykkur í lund og ruddalegur í háttum.

Kom hann sér því illa við sóknarmenn sína, sem kærðu hann, og var honum vikið frá embætti 1629. Átti hann og deilur við ýmsa menn fyrr og síðar (sjá Alþb. Ísl.). Eftir þetta mun hann hafa flutzt að Einarslóni, enda er hann í ritum oftast kenndur við Lón, en síðustu árin telja menn hann hafa lifað á flakki..

Kona: Ragnheiður Aradóttir frá Hundadal, Þorlákssonar.

Börn þeirra: Ari, Guðrún bl., Jón bl., Páll bl. (PEÓI. Mm.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.