Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Jónsson

(– – 1746)

Aðstoðarprestur.

Foreldrar: Jón Einarsson eldri á Hnappavöllum og kona hans Sigríður Gunnlaugsdóttir að Keldunúpi, Magnússonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1731, stúdent þaðan 20. apr. 1736, talinn í vitnisburðarbréfinu hafa liprar gáfur, og í predikunarleyfinu 6. júlí s. á. telur byskup hann ágætlega gáfaðan, en Harboe segir 22. ág. 1744, að hann sé vandaður maður og allvel að sér. Hann vígðist 7. maí 1741 aðstoðarprestur síra Magnúsar Oddssonar í Reynisþingum og andaðist í þeirri stöðu.

Kona: Þuríður Magnúsdóttir lögréttumanns að Rauðafelli, Brandssonar. Dóttir þeirra: Sigríður átti Pétur Einarsson í Vestmannaeyjum. Þuríður ekkja síra Einars varð síðar s.k. síra Benedikts Jónssonar í Vestmannaeyjum (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.