Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Jónsson

(um 1800 – 24. nóv. 1855)
. Bóndi. Foreldrar: Jón (d. í ág. 1838, 61 árs) Einarsson í Hvítanesi í Ögursveit (Magnússonar, Ólafssonar frá Eyri) og kona hans Elín (d. 8. maí 1847, 71 árs) Markúsdóttir prests á Söndum í Dýrafirði, Eyjólfssonar. Bóndi í Ögri frá 1829 til æviloka. Hreppstjóri lengstum. Athafnamaður í búskap og rak mikla sjávarútgerð; átti mestan hlut í þilskipi, er hann gerði út á hákarlaveiðar. Kona (23. sept. 1828): Þuríður (d. 23. júlí 1862, 74 ára) Þiðriksdóttir í Geirshlíð í Borgarfirði, Ólafssonar. Þau Einar bl., en hún hafði áður átt Þorstein Sigurðsson í Ögri, (Kr.J.; kirkjubækur).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.