Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Jónsson

(7. dec. 1853–24. júlí 1931)

Prestur.

Foreldrar: Jón Þorsteinsson að Stóra Steinsvaði og kona hans Járngerður Eiríksdóttir. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1870, stúdent 1876, með 1. einkunn (88 st.). próf úr prestaskóla 1879, með 1. einkunn (45 st.). Fekk Fell í Sléttahlíð 27. ág. 1879, vígðist 31. s.m., Miklabæ 13. apr. 1885, Kirkjubæ í Tungu 24. jan. 1889, Desjarmýri 30. júní 1909 (fluttist þangað 1910), Hof í Vopnafirði 14. maí 1912, lét þar af prestskap 1929, fluttist þá til Rv. og andaðist þar. Prófastur í NorðurMúlasýslu 1894–1929. Alþm. -Norðmýlinga 1893–1901 "og 1912–13. Vann og mjög í sveitar-, sýslu-, amtsráðs-, kaupfélags- og kennslustörfum. Vel að sér, fróður, ættvís og söngfróður. Ritstörf: Sá um pr. á Sálmasöngsbók eftir Pétur Guðjónsson (með ævisögu hans) , Kh. 1878; Æviágr. síra Halldórs Jónssonar að Hofi (í Andvara XII); Bókasafn Austuramts, skýrsla, 1893; Eiríkur í Bót (Skírnir 1931). Ritgerðir, sjá Bjarka, Búnaðarrit, Óðin, Nýtt kirkjubl., hugvekja í 100 hugvekjur. Í Lbs. eru eftir hann ættartölur Austfirðinga. Margt handrita, er hann hafði tínt saman, brann í eldsvoða, er ati hann varð fyrir tvívegis.

Kona (2. okt. 1881): Kristín Jakobsdóttir síðast prests í Glaumbæ, Benediktssonar.

Börn þeirra: Vigfús skrifstofustjóri í atvinnumálaráðuneyti, Sigríður kennslukona (d. 1918), síra Jakob að Hofi í Vopnafirði, Ingigerður átti Helga bókbindara Tryggvason í Rv. (Andvari, 60. árg.; Óðinn X; Prestafélagsrit, 14. árg.; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.