Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Jónsson

(2. jan. 1853–17. sept. 1924)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Jón Guðmundsson á Eyri í Reyðarfirði og kona hans Guðlaug Einarsdóttir sst., Þorsteinssonar. Bjó lengstum að Nesekru í Norðfirði, hreppstjóri frá 1885 til æviloka. Bókhneigður og vel gefinn, talaði dönsku, ensku og frakknesku.

Kona (1877): Jónína Halldórsdóttir, Jónssonar prests á Grenjaðarstöðum, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Baldvin (drukknaði 1920), Halldór trésmiður, Þorsteinn, Jón gagnfræðingur í Vesturheimi (Óðinn XXKVIII; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.