Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Jónsson

(18. nóv. 1868–22. okt. 1932)

Alþm.

Foreldrar: Jón Loptsson að Geldingalæk vestra á Rangárvöllum og kona hans Þuríður Einarsdóttir í Gunnarsholti, Guðmundssonar. Bjó að Geldingalæk frá 1897 til æviloka. Sýslaði í ýmsum framfaramálum (verzlunarsamtökum o. fl.) og var vinsæll.

Drukknaði í Rangá ytri. Þm. Rang. 1909–19 og 1927–31.

Kona (17. júní 1909): Ingunn Stefánsdóttir á Glúmsstöðum í Fljótsdal, Hallgrímssonar.

Börn þeirra: Nikulás verkam. í Rv., Pétur verkam. í Rv., Loptur járnsmiður (Alþingismannatal; Alþtíð. 1933; Óðinn XXVII; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.