Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Jónsson

(1725–1774)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Gizurarson að Hálsi í Hamarsfirði og f.k. hans Þóra Sveinsdóttir frá Svínafelli, Tekinn í Skálholtsskóla 1741, stúdent þaðan 1745, varð s. á. djákn að Skriðuklaustri, en hefir það sumar átt heima hjá móðurbróður sínum, síra Sigurði Sveinssyni í Heydölum. Vígðist 23. maí 1748 prestur að Vogsósum, en lét af prestskap þar 1752 og varð síðan um 3 ár aðstoðarprestur hjá síra Ingimundi Gunnarssyni í Gaulverjabæ; bjó hann þá á Stokkseyri, enda þjónaði hann eingöngu Stokkseyrarsókn, meðan síra Ingimundur lifði, en öllu prestakallinu 1755–6, eftir lát hans.

Fekk Ólafsvöllu 1756 og hélt því prestakalli til dauðadags.

Hann varð holdsveikur, fekk sér aðstoðarprest 1772 (síra Engilbert Jónsson) og fluttist vorið 1773 að hjáleigu staðarins, Vesturkoti.

Kona: Þórdís (f . um 1729, d. á Stokkseyri í sept. 1805) Jónsdóttir af Snæfellsnesi, Sveinssonar (í móðurætt af Stokkseyrarkyni).

Börn þeirra, er upp komust: Guðrún átti Jón Ingimundarson á Stokkseyri, Þóra átti Benedikt Jónsson Thorlacius í Stokkseyrarseli, Elín átti Helga Sigurðsson í Brattsholti. Enn eru taldir 3 synir þeirra (Guðmundur, Jón og Sigurður), er allir hafi farið utan (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.