Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Jónsson

(17. öld)

Prestur.

Foreldrar: Jón Einarsson og Þuríður Bjarnadóttir, systir síra Jóns í Fellsmúla, Bjarnasonar (ruglingur er um þetta í Fitjaannál, og eins er síra Einari í sumum heimildum ruglað saman við alnafna hans, er prestur var að Ási í Fellum).

Hann vígðist 2. dec. 1632 aðstoðarprestur síra Magnúsar Péturssonar, er þá var að Kálfafelli, síðar á Hörgslandi, en var þó ætlað sérstaklega að gegna Meðallandsþingum, enda fekk hann fullkomið þingabréf frá Gísla byskupi Oddssyni fyrir Meðallandsþingum 28. maí 1634; var hann þá skólasveinn í Skálholti og ekki stúdent úr skólanum. Honum varð á skyssa nokkur 29. jan. 1637 í úthlutan sakramentis; skýrði hann sjálfur byskupi frá því 23. mars s. á., og veik byskup honum frá 5. apríl s.á., þangað til hann yrði náðaður. Var mál hans tekið fyrir á prestastefnu að Borg í Grímsnesi 10. maí s. á., og með því að hann hafði góða vitnisburði sóknarmanna sinna, sem beiddust þess að fá að halda honum, var því skotið til yfirvaldsins að náða hann hið fyrsta til sama embættis (bréfabækur Gísla byskups Oddssonar, Steph. 33 og Lbs. 93, 4to.), og hefir það hrifið, því að í visitatíu Brynjólfs byskups Sveinssonar 21.–22. sept. 1641 er hann í sama prestakalli. Hann mun hafa orðið skammlífur.

Sonur hans var síra Snjólfur í Seltjarnarnesþingum (HÞ.; SGr-Bf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.