Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Einar Jónsson
(1616–um 1696, enn álífi 25. júní 1696)
Prestur.
Foreldrar: Jón klausturhaldari Björnsson að Skriðuklaustri og kona hans Margrét Bjarnadóttir prests, Högnasonar. Er orðinn heimilisprestur að Skriðuklaustri 1641 (ekki ólíklegt, að vígður sé 1640). fekk jafnframt Ás í Fellum 1649, en sleppti Skriðuklaustri í fardögum 1674. Hann bjó fyrst á Bessastöðum í Fljótsdal, síðar á Arnheiðarstöðum, en fluttist vorið 1669 að Ási í Fellum, sem Brynjólfur byskup Sveinsson hafði árinu fyrir gefið og gert að föstu prestsetri. Fekk son sinn, síra Bjarna yngra, sér til aðstoðarprests 1683 og gaf upp við hann prestakallið 1690. Með hendi hans eru píslarpredikanir, líkræðnaþýðingar eftir Dr. Matthias Hoe o. fl. í ÍB. 95, Svo.
Kona (1645): Sesselja (d. 1699) Bjarnadóttir prests á Kolfreyjustað, Ormssonar.
Börn þeirra: Bjarni eldri (ráðsmaður Brynjólfs byskups Sveinssonar), síra Bjarni yngri að Ási í Fellum, Jón, Sigríður s.k. Bergs lögréttumanns Einarssonar að Hafursá, Guðríður átti Pétur Einarsson í Gagnstöð, Margrét átti Skúla lögréttumann Sigurðsson að Aurriðavatni (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Jón klausturhaldari Björnsson að Skriðuklaustri og kona hans Margrét Bjarnadóttir prests, Högnasonar. Er orðinn heimilisprestur að Skriðuklaustri 1641 (ekki ólíklegt, að vígður sé 1640). fekk jafnframt Ás í Fellum 1649, en sleppti Skriðuklaustri í fardögum 1674. Hann bjó fyrst á Bessastöðum í Fljótsdal, síðar á Arnheiðarstöðum, en fluttist vorið 1669 að Ási í Fellum, sem Brynjólfur byskup Sveinsson hafði árinu fyrir gefið og gert að föstu prestsetri. Fekk son sinn, síra Bjarna yngra, sér til aðstoðarprests 1683 og gaf upp við hann prestakallið 1690. Með hendi hans eru píslarpredikanir, líkræðnaþýðingar eftir Dr. Matthias Hoe o. fl. í ÍB. 95, Svo.
Kona (1645): Sesselja (d. 1699) Bjarnadóttir prests á Kolfreyjustað, Ormssonar.
Börn þeirra: Bjarni eldri (ráðsmaður Brynjólfs byskups Sveinssonar), síra Bjarni yngri að Ási í Fellum, Jón, Sigríður s.k. Bergs lögréttumanns Einarssonar að Hafursá, Guðríður átti Pétur Einarsson í Gagnstöð, Margrét átti Skúla lögréttumann Sigurðsson að Aurriðavatni (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.