Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Jónsson

(11. mars 1839–2. júní 1911)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Jón Vernharðsson í Hrútafellskoti og kona hans Sigríður Einarsdóttir í Klömbur, Sigurðssonar. Bjó að Yzta Skála frá 1865 til 1907, fluttist þá til sonar síns í Vestmannaeyjum og var þar til æviloka Hreppstjóri frá 1869 og gegndi ýmsum öðrum sveitarstörfum.

Útsjónarsamur bóndi, fekk verðlaun úr ræktunarsjóði fyrir jarðabætur.

Kona (8. júlí 1865). Ingibjörg (d. 5. júní 1906) Jónsdóttir að Steinum, Jónssonar.

Synir þeirra, sem upp komust: Sigurður barnakennari, Bjarni í Vestmannaeyjum, Jón á Gjábakka sst. (Óðinn II; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.