Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Jónsson

(10. okt. 1879 – 25. apríl 1914)

. Skipstjóri.

Foreldrar: Jón (d. 27. dec. 1899, 50 ára) Einarsson á Garðsstöðum í Ögursveit og kona hans Sigríður (d. 12. júní 1900) Jónsdóttir á Eyri í Ísafirði, Auðunssonar. Lauk prófi í stýrimannaskóla í Rv. vorið 1901 með hárri einkunn, eftir eins vetrar nám.

Skipstjóri á þilskipum frá Ísafirði og formaður á vélbátum um skeið; síðan skipa-afgrm. á Ísafirði. Sótti fiskveiðasýningu í Þrándheimi 1908. Aðalfrumkvöðull að stofnun fyrsta togarafélags á Ísafirði (og Vesturlandi), keypti skip þess í Englandi 1913 og var síðan framkvæmdastjóri félagsins. Ókv., bl. (Ýmsar upplýsingar).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.