Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Jónsson

(1. dec. 1831– 6. dec. 1904)

. Kaupmaður. Foreldrar: Jón bóndi Grímsson í Traðarholti og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir hreppstjóra á Stokkseyri, Ingimundarsonar.

Bóndi í Eystri-Rauðárhól 1862 – 1869 og rak þá verzlun í smáum stíl. Var tvívegis kærður af foráðamönum Lefoliis-verzlunar á Eyrarbakka fyrir „landprang“, keypti sér þá borgarabréf og var upp frá því nefndur Einar borgari. Stofnaði verzlun á Eyrarbakka og rak lengi, fekk vörur á eigin skipum. Þótti verzlun hans í mörgu hagkvæm.

Einar gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveitunga sína, var fyrsti sýslunefndarmaður fyrir Stokkseyrarhrepp og síðar hreppsnefndaroddviti. Hann var góðmenni og hjálpfús, greindur vel og stilltur, hár maður vexti og höfðinglegur sýnum. Hann bjó með Guðrúnu Jónsdóttur á Undirhamri í Hafnarfirði, Gíslasonar. Börn þeirra: Ingibjörg átti síra Bjarna Þórarinsson á Prestsbakka, Sigfús tónskáld í Rv. (Bergsætt, Rv. 1932; G.J.: Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, Rv. 1952).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.