Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Arnljótur Ólafsson

(21. nóv. 1823–29. okt. 1904)

Prestur.

Foreldrar: Ólafur Björnsson á Auðólfsstöðum og kona hans Margrét Snæbjarnardóttir prests í Grímstungum, Halldórssonar. Lærði fyrst hjá Magnúsi R. Ólsen á Þingeyrum, síra Sveini Níelssyni, síðast hjá síra Halldóri Jónssyni þá í Glaumbæ. síðar að Hofi, varð óreglulegur lærisveinn í Bessastaðaskóla 1845, tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1846, skyldi verða stúdent 1850, en vegna skólauppþotsins, sem honum var að mestu kennt, var hann rekinn, fór þá til Kh. og kom aftur um vorið 1851, fekk þá að taka próf hér og varð stúdent„ með 2. einkunn (80 st.). Fór sama haust til háskólans í Kh. og lauk þar áskildum viðbúnaðarprófum, 1. lærdómspr. með 2. einkunn, 2. lærdómspr. með 1. einkunn. Nam hagfræði nokkur ár og stundaði ritstörf (var t.d. í stjórn Nýrra félagsrita), kenndi og syni Blixen-Fineckes baróns og fór með honum suður í lön Var með Shaffner hershöfðingja 1860 í botnrannsóknum um hafið í milli Færeyja, Íslands og Grænlands, vegna fyrirhugaðs sæsíma. Gekk í prestaskólann 1861, próf þar 1863, með 1. einkunn (47 st.). Fekk Bægisá 6. okt. 1863, vígðist 15. nóv. s. á., Sauðanes 26. sept. 1889 og hélt til æviloka. Var þm. Borgtf. 1859–67, Norðmýl. 1877–9, Ey. 1881–5, kkj. þm. 1886–91, N.Þing. 1901, en komst þá ekki til alþingis. Ritstörf: Skírnir 1853 (með síra Sveini Skúlasyni), 1855–60; Útfm. Egils Tómassonar, Ak. 1864; Útfm. síra Þorsteins Pálssonar að Hálsi, Ak. 1876; Auðfræði, Kh. 1880; Ræða, Rv. 1886; Landsstjórnarmálið, Rv. 1898. Eftir hann eru og ýmsar ritgerðir í Nýjum félagsritum, í Skýrslum um landshagi, Safni til sögu Íslands, Andvara, Tímar. bmf. og mikill fjöldi greina í blöðum, einkum Norðanfara, Norðlingi og Lýð og raunar flestum blöðum landsins.

Kona (6. maí 1864): Hólmfríður (Þuríður Hólmfríður) (f. 22. okt. 1839, d. 8. sept. 1904) Þorsteinsdóttir prests að Hálsi í Fnjóskadal, Pálssonar.

Börn þeirra: Þorsteinn (Brynjólfur Þorsteinn) kaupm. í Þórshöfn, Snæbjörn síðast starfsmaður í landsbankanum, Óvína (dó 1887, 19 ára), Valgerður Magnea óg., Margrét Rannveig (dó 1896, 22 ára), Halldóra, Jóhanna átti E. Hemmert veræzlunarstjóra, Sigríður (Kristjana Sigríður) átti Jón lækni Jónsson við Blönduós (Andvari 1906; s1 Vitæ ord.; Nýtt kirkjubl. 1904; Óðinn XIll; BjM. Guðfr.; SGrBEstos fl).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.