Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Alexander Bjarnason

(um 1815–27. dec. 1896)

Hreppstjóri. F. í Víðidalstungusókn eftir manntölum, hefir eftir lát foreldra sinna alizt upp á Borðeyri með móðurforeldrum sínum (Hallgrími Jónssyni og Guðrúnu Bjarnadóttur) og síðan þar með móðurmóður sinni einni, er hún var þar húskona hjá Bjarna Hallgrímssyni, syni sínum. Var um hríð þar og að Hlaðhamri vinnumaður, þá húsmaður að Núpi í Haukadal, síðan alllengi bóndi á Þorsteinsstöðum fremri, talinn í kirkjubók þar 1869 fluttur að Gilhaga, finnst þar ekki. Andaðist í Villingadal í Haukadal. Eftir hann er pr. Íslenzkar drykkurtir, Ak. 1860; Sálmaval, Ak. 1876. Talinn hafa samið rit í móti kaþólska prestinum Baudouin. Bregður einungis fyrir í Lbs.

Kona: Hólmfríður Björnsdóttir að Fremra Núpi í Miðfirði, Björnssonar (Hallgr. Js., viðauki 375; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.